Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 375 svör fundust

Hve mörg augu hafa kóngulær?

Þó kóngulær eigi það sameiginlegt að hafa átta fætur þá er ekki eins farið með augun. Flestar þeirra hafa þó einmitt átta augu. Allar kóngulóategundir eiga það sameiginlegt að augu þeirra koma í pörum en í sumum tilfellum er eitt parið betur þróað en hin pörin eða hitt parið. Þó algengast sé að kónguló hafi átt...

Nánar

Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?

Nei, það er ekki rétt að börn fæðist öll með blá augu, til að mynda fæðast börn af asískum eða afrískum uppruna yfirleitt með dökk augu. Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast hins vegar oftast með blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan fyrir þessu er eftir...

Nánar

Hvað er exem og hver eru einkenni þess?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fyrsta ári og talið er að um 80% greinist fyrir f...

Nánar

Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?

Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...

Nánar

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?

Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirt...

Nánar

Sofa laxar með lokuð augun?

Hvorki laxar né aðrir fiskar sofa með lokuð augun. Ástæðan er ósköp einföld, fiskar hafa ekki augnlok og sofa því með opin augu. Myndin er fengin af vefsetrinu Outside online...

Nánar

Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?

Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu. Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu lé eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Ma...

Nánar

Eru venjulegar augnlinsur slæmar fyrir augun?

Þegar rætt er um „venjulegar augnlinsur“ í dag er yfirleitt átt við svokallaðar mjúkar linsur (e. soft contact lenses) sem komu á heimsmarkaðinn um eða upp úr 1965 (Wichterle, Tékkóslóvakía) og eru gerðar úr ýmsum afbrigðum akrýlplastefna. Mjúkar linsur eru kallaðar ýmsum nöfnum við markaðssetningu til dæmis „íþró...

Nánar

Getur bláeygt par eignast græneygt barn?

Augnlitur okkar stafar af litarefninu melaníni í lithimnu augans. Ef lítið sem ekkert er af melaníni í ysta hluta lithimnunnar fáum við blá augu en annars græn eða brún og auðvitað ýmsa tóna þar á milli. Það sem ræður augnlit okkar (magni af melaníni í lithimnunni) eru þau gen sem við erfum frá foreldrum okkar...

Nánar

Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...

Nánar

Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?

Orðasambandið að kasta tólfunum er notað um eitthvað sem keyrir úr hófi. Það er þekkt að minnsta kosti frá 18. öld samkvæmt heimildasafni Orðabókar Háskólans. Yngra er sambandið að slá tólfunum í sömu merkingu en það er kunnugt frá 19. öld. Líkingin er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir t...

Nánar

Af hverju fæðast börn sem albínóar?

Albínismi stafar af gölluðu litargeni. Þetta gen er víkjandi sem þýðir að barn þarf að fá það frá báðum foreldrum til þess að áhrifin komi fram. Hafi einstaklingur eitt eðlilegt litargen sjást engin merki um albínisma hjá viðkomandi. En eignist þessi einstaklingur barn með öðrum einstaklingi sem einnig hefur eit...

Nánar

Af hverju er asískt fólk með skásett augu?

Sóley Þráinsdóttir spurði: Af hverju eru Kínverjar og Japanir skáeygðir? Jakob Sveinsson: Af hverju er fólk frá Asíu skáeygt? Græddu þau eithvað á þvi fyrr á öldum? Í raun og veru eru ekki til nein skásett augu meðal Mongóla frekar en hjá öðrum mannna börnum. Þó má geta þess að á öllu fólki lækkar augnr...

Nánar

Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?

Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...

Nánar

Fleiri niðurstöður